Viðhald fasteigna
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fagaðila með sérþekkingu í viðhaldi fasteigna.

Fagaðilar í Verkið
Okkar þjónusta
Sérhæfum okkur í viðhaldi fasteigna og nýbyggingum.

- Húsaviðgerðir
- Fagmennirnir okkar hafa sinnt viðhaldi og gert upp fjölda bygginga. Hvort sem verkefnin eru stór eða smá höfum við fagþekkingu og mannskap til að sjá um þau frá A til Ö.
- Nýbyggingar
- Við tökum að okkur allar nýbyggingar frá grunni. Við byggjum og seljum ásamt að byggja vönduð verkefni fyrir okkar kúnna.
- Gluggaviðgerðir
- Fagmennirnir okkar skipta um gler og setja gler í nýja glugga. Við fræsum föls, setjum nýja pósta og opnanleg fög í gamla glugga. Við sjáum líka um gluggamálun.
- Þakviðgerðir
- Því miður eru lek þök algeng í húsum hérlendis. Ástæðurnar geta verið margar en mikilvægt er að bregðast við sem fyrst til að lágmarka skemmdir. Þá kemur einnig sá tími að endurnýja þurfi þakklæðningar í heild sinni og höfum við sinnt fjöldamörgum verkefnum á því sviði.
- Byggingarstjórnun
- Byggingarstjórar sjá meðal annars um nýbyggingu atvinnuhúsnæðis, íbúðarhúsa, frístundahúsa og minni háttar mannvirkja auk breytinga, endurbyggingar eða niðurrifs á slíkum mannvirkjum.
- Verkefnastjórnun
- Verkefnastjóri skal sjá til þess að allir aðilar verksins séu með sameiginlegan skilning á grunnþáttum þess og bera ábyrgð á því að samræma verkefni yfir fjölda deilda.
Okkar þjónusta
Við erum með fagaðila í þitt verk
Stýra sérhæfir sig í alhliða viðhaldi fasteigna, þar með talið múrvinnu, trésmíðavinnu og viðhaldsvinnu. Við höfum mikla þekkingu á sviði verkefnastjórnunar og náum við árangri vegna stjórnunarlegri hæfni okkar til að klára verkefni.
Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur iðnaðarmanna með sérþekkingu á mörgum sviðum.
Múrarameistarar
- Við tökum að okkur alls kyns múrverk hvort sem það er innanhúss eða utanhúss.
- Múrviðgerðir
- Múrverk innanhúss
- Flísalagning

Húsasmíðameistarar
- Við tökum að okkur alla trésmíðavinnu bæði innan- og utanhúss.
- Álklæðningar
- Þakviðgerðir
- Trésmíðavinna
- Endurnýjun á gluggum og hurðum
- Innréttingar
- Gifsveggir

Málarameistarar
- Við tökum að okkur alla málningarvinnu bæði innan- og utanhúss.
- Innanhússmálun
- Untanhússmálun
- Nýbyggingar
- Þakmálun

Byggingastjórar
- Við stjórn byggingarframkvæmda hvers leyfisskylds mannvirkis skal á hverjum tíma vera einn byggingarstjóri.
- Byggingarstjóri er faglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og starfar í umboði hans samkvæmt skriflegum ráðningar- eða verksamningi við eiganda
- Byggingarstjóri skal gæta réttmætra hagsmuna eiganda gagnvart byggingaryfirvöldum, hönnuðum, iðnmeisturum og öðrum sem að mannvirkjagerðinni koma.

Verkefnastjórnun
Við höfum víðtæka reynslu og þekkingu á öllum hliðum verkefnastjórnunar, hvort sem um ræðir við undirbúning eða umsjón framkvæmda. Við trúum því að örugg stjórnun og utanumhald stuðli að traustari og betri verkum. Starfsmenn okkar hafa mikla reynslu á öllum stigum framkvæmda og þeirra á meðal eru löggiltir húsasmíðameistarar og byggingarstjórar.


Fáðu fagaðila í þitt verk
Tökum að okkur fjölbreytt verkefni í viðhaldi og nýbyggingum